14. febrúar heimsóttum við Konukot og skiluðum af okkur afrakstri Glóðarinnar.
Með í för voru nokkrir velunnarar Glóðarinnar, en stór hópur lagðist af örlæti á árarnar með okkur í verkefninu.
Alls skilaði Glóðin rúmlega 3,4 milljónum króna til Konukots sem eflaust mun koma starfseminni að góðu gagni.
Þetta var fyrsta glóðin af sex og erum við staðráðin í að gera en betur að ári.