Glóð um jólin – Til styrktar Konukoti
Styrktarverkefnið Glóð er hugarsmíði Erlings Jóhannessonar gullsmiðs, en þessi fallegi og tímalausi stjaki fyrir lítið kertaljós er gerður úr möttu og spegluðu stáli.
Með kaupum á kertastjakanum Glóð styrkir þú Konukot, neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Þannig sameinar þú í einni gjöf vandaða íslenska hönnun og stuðning við mikilvæga starfsemi Konukots.
Við eigum öll skilið skjól um jólin.