Um okkur

Erling og Helga Ósk eru gullsmiðir sem reka verslun og vinnustofu að Geirsgötu 5, við gömlu höfnina í Reykjavík. Erling og Helga hafa verið virkir þátttakendur í ört vaxandi handverks og hönnunar umhverfi  Reykjavíkur undanfarin ár. Verk þeirra spanna breytt svið og ramba á mörkum hönnunar og stakra listaverka. Þau eiga að baki langann og farsælan feril sem gullsmiðir, hafa sýnt verk sín bæð hér heima og erlendis, ýmist á einkasýningum eða með þátttöku í samsýnigum.

Á vinnustofu þeirra á Hverfisögunni hafa Erling og Helga skapað umhverfi og sýningarrými þar sem upplifunin er einstök og hæfir sérstakri hönnun þeirra og vönduðu handverki.

Helga Ósk

Helga Ósk lauk námi í gullsmíði frá Tækniskólanum 1995 og framhaldsnámi frá Institute for Ædelmetal í Kaupmannahöfn 2010. Hún hefur unnið á bæði hér heima og erlendis við skartgripasmíði og hönnun.  Verk Helgu spanna fjölbreytt svið skartgripagerðar en það sem einkennir verk hennar flest er, hvernig hún hefur tvinnað saman hefðbundið víravirki og samtímaskartgripagerð. Víravirkið sem á langa sögðu í íslenskri skartgripagerð er ákafleg fínlegt handverk sem Helga hefur öðrum gullsmiðum fremur náð að færa til samtímans með frumlegum og fáguðum útfærslum. Auk þess hefur Helga smíðað og hannað skartgripi sem margir hverjir ramba á mörkum skartgripa og sjálfstæra listaverka.

 

ERLING

Erling Jóhannesson útskrifaðist sem gullsmiður frá Tækniskólanum í Reykjavík 1983. Eftir framhaldsnám í gullsmíði í Florens á ítalíu starfaði hann á ýmsum verkstæðum í Reykjavík. 1990 útskrifaðist hann sem leikari frá Leiklistarskóla Íslands og hefur hann unnið jöfnum höndum við skartgripagerð og leiklist, bæði hér heima og erlendis.  Skartgripir Erlings eru af ýmsum toga og á löngum ferli hafa verkefnin verið fjölbreytt, en rauði þráður vinnu hans er skýr formhugsun þar sem formin eru uppdiktuð og  óræð en með einhverjum undarlegum hætti vísa í ekki allveg augljósan veruleika.